10. apríl 1911

 

Eskimóar óttast skóglaus öræfin álíka mikið og fiskur fælist vatn og þegar skinnaverslunin togar þá inn í landið  mun síðasti moskusuxinn mæta örlögum sínum innan eins áratugs og sama mun henda síðasta hreindýrið (Caribou) innan fárra áratuga. Þetta kemur til með að hafa áhrif á norðlæga þjóðflokka indíána sem enn nærast að nokkru leyti á hreindýrum (Caribou). Þegar hreindýrin hverfa, munu eskimóarnir hins vegar snúa aftur til strandarinnar. Þá þurfa þeir að hafa allt sitt viðurværi úr hafinu, í stað þriggja fjórðu hluta eins og nú er. Þá munu þeir þurfa að klæðast selskinnum í stað hreindýraskinna eins og nú er. Þá hafa þeir líka lært að drekka te, nota tóbak o.s.frv. og munu hafa gersamlega glatað efnahagslegu sjálfstæði sínu eins og hent hefur alla eskimóa vestan Baillie eyja. Þá verða þeir verr nærðir en nú er, miður fataðir, einungis ríkari að hugmyndum sem þeir nú lifa hamingjusamlega án þess að hafa nokkurn pata af og þrúgaðir af þörfum sem þeir í fátækt sinni munu aldrei geta fullnægt.