22. desember 1906

 

Siðferðilegum vangaveltum haldið áfram – reynsla mín af eskimóa kommúnisma er líkleg til að valda hjá mér trúhvörfum (að einhverju leyti í öllu falli) í átt til almennra kenninga kommúnisma hvers hugmyndafræði er aðlöguð aðstæðum hér með aðdáunarverðum hætti. Sá þáttur sem hvað mest er fundið að í hugmyndum kommúnismans – að sumir séu latir og verði sníkjudýr – virðist ekki eiga við veruleika að styðjast hér hjá eskimóunum. Sumir virðast mér orkumeiri en aðrir og koma meiru í verk en allir reyna að leggja sitt af mörkum. Þótt einn leggi harðar að sér en annar virðist  það hvorugum valda hugarangri og þá ekki samfélaginu í heild. Að sjálfsögðu er óvíst að ómengaður kommúmismi virkaði svo vel sem þessi breytta útgáfa.