17. maí 1910

 

Til að fylgja frægu fordæmi meðal “landkönnuða” ákvað ég að gefa hverri af fimm konum hérna þrjár nálar. Þetta hefði verið lítilfjörlegt endurgjald fyrir alla þeirra gestrisni því þær eiga allar nálar úr járni (sem þær taka greinilega fram yfir fjöldaframleiddar nálar sem þeim hafa örugglega fundist harðar og stökkar – sem hér telst verulegur galli þótt slíkar nálar séu eftirsóttar þar sem búðir eru á hverju götuhorni). Þær vildu ekki heyra minnst á að þetta væru “gjafir” og færðu mér allar gjafir í staðinn – skrautlega belgvettlinga, ermar, skósóla o.s.frv. Allar sögðust þær vera “heiðvirðar manneskjur sem ekki vildu verða sér til skammar með því að gjalda ekki fyrir gjöf.”