19. maí 1910
Hér eru ekki mjög margir hundar. Flestir eiga tvo hunda og mesta hundaeign sem ég veit um eru fjórir. Þeir vega að meðaltali um 50 pund þegar þeir eru í góðum holdum, en nú eru þeir fremur magrir þótt þeir séu ekki horaðir. Þeir virðast ekkert annað fá að éta en bein og spik, en ekki mikið af því síðarnefnda, miðað við hversu gráðugir þeir eru að éta þegar þeim er gefið. Hundar eru fljótir að fá fylli sína af spiki. Í Haneragmiut áttu fimm fjölskyldur fjórtán hunda. Hér hef ég ekki náð að telja þá. […]