4. ágúst 1910
Skyndilega og án nokkurrar vitneskju af okkar hálfu voru búðirnar teknar upp um hádegisbil til að færa þær í suðurátt (áttaviti) að skógi sem ég ætla að séu 6-8 mílur í þá átt. Ástæða þess að þeir hafa ekki stundað veiðar upp á síðkastið virðist vera að þeir hafa verið heldur þunghlaðnir af kjöti fyrir flutninga. Ein fjölskylda – Natjinna, eiginkona, drengur átta ára og stúlka tveggja ára – ákvað að koma með okkur í suðvestur átt (áttaviti) hvar við vonumst til að næla í kjöt fyrir veturinn. Ég er ánægður með félagsskap þeirra þar sem ein fjölskylda er ekki síðri en margar hvað varðar athuganir mínar. Færði búðir okkar að bráð okkar frá því í gær, u.þ.b. 4 mílur í suðvestur. […]