19. maí 1910

 

Ég hef heyrt að eskimóar láti nægja að hita kjöt til að eta það. Þessi hópur fer alltaf neikvæðum orðum um kjötstykki sem er aðeins of lítið steikt og ég hef ekki séð þá snæða kjöt sem ekki myndi flokkast sem miðlungs- eða vel steikt nautakjöt á grillstað. Raunar hef ég aldrei séð eskimóa eta kjöt sem aðeins er steikt að hluta til og blóði drifið eins og margar þeir steikur sem ég hef séð menn háma í sig í stórborgum – þegar þeir elda er maturinn yfirleitt vel soðinn eða steiktur. Ég hef líka prófað að sjóða selkjöt lengur en eskimóar gera og komst að því að þá varð kjötið seigt, nema maður syði það í svo sem klukkutíma. Þá meyrnar það aftur en hefur þá misst besta bragðið. Mér finnst best að setja ófrosið kjöt í kalt vatn og taka það upp úr um það bil fimm mínútum eftir að vatnið sýður. Á þessum árstíma finnst mér selkjöt miklu betra en hreindýrakjöt ef það er nýtt og ferskt.