21. desember 1906
Að byrja að skrifa nýtt dagbókarbindi á stysta degi ársins veitir manni fremur heppilegt tækifæri til að bregða mér í gerfi Hall og koma á framfæri nokkrum heimspekilegum hugleiðingum.
Fyrri hluti vetrarins hefur liðið fremur þægilega, en hratt og ekki alveg án hagnaðar. Það hefur ekki verið áberandi kaldara utan dyra en í Dakota og hús eskimóanna eru þægileg, laus við sterka lykt og engar eru lýsnar til að angra mann, þótt ekki sé hreinlæti að öðru leyti yfirþyrmandi. Matarlyst og heilsa hafa jafnan verið í góðu lagi og alltaf hefur verið nóg að borða – og allt veitt með glöðu geði […]. Hníf-gaffal-disk hleypidómar eru nú á bak og burt og ég hef notað fingurna sem gaffal og disk um nokkurn tíma. Fiskfæðið veldur engum vandkvæðum – og Anderson kom með dálítið af salti sem er til bóta. Fólkið er alltaf glaðvært og vingjarnlegt –Roxy er sá eini sem hefur gefið mér nokkurt tilefni til óánægju og það má skýra í tengslum við fjölbreytta reynslu hans um borð í hvalveiðibátum.