16 maí 1910

 

Ein kona hefur þá fínlegu andlitsdrætti sem sjá má í sumum stúlkum frá Skandinavíu og sem ég hef aðeins séð hjà einni blandaðri stúlku í vesturhlutanum – og þar er það ekki eins áberandi og hér. Ég þekki rúmlega tuttugu blendinga og enginn þeirra líkist sérstaklega hvítum manni – flestir gætu þeir verið annað hvort eskimóar eða hvítir, ef athyglin væri ekki dregin sérstaklega að þeim; enginn getur horft framhjá evrópsku yfirbragði þessa fólks (sjá frásagnir fyrr í dagbók minni af Klinkenbert og Mogg kafteini og áhöfn hans, bæði hvítir og eskimóar. Ég er afskaplega glaður yfir því að við skulum hafa hitt á þetta fólk; það hefur gert mér kleift að staðfesta fyrri frásagnir og sanna, að mínu viti, afar áhugaverða staðreynd. Meira verður skrifað um augu þeirra o.s.frv. þegar ég hef haft frekara tækifæri til að fylgjast með þeim.