23. janúar 1911
Koparinúítarnir, sem alltaf bera með sér færri hluti en nokkrir aðrir inúítar sem ég þekki, taka alltaf með sér borðið og önnur viðarhúsgögn sem fylgja lampanum, auk lampans sjálfs og suðupottsins. Á veturna hafa þeir engin tjöld meðferðis, svipað indíánum sem oft ferðast án skálans og notast við opnar búðir í skóginum. Þegar tjöld eru meðferðis er þyngdarmunurinn indíánunum í hag þar sem þyngd skálans er ekki meiri en tjalda þeirra er vestur-eskimóar nota í dag og þeir burðast auk þess með viðjurammann, fyrirferðarmikinn og nokkuð þungan. Uppsetning búðanna tekur um það bil sama tíma með skála og með tjald en þegar tjaldið er uppsett þá er ekki hægt að bera saman þægindin. Reyndar er ´þægindi´ ekki rétta orðið til að lýsa skálabúðum; að minnsta kosti ekki í köldum veðrum. Nær lagi væri orðið ´glaðlegur´ - eldurinn í stórum kestinum er glaðlegur.