16. maí 1910
Þessi hópur kann nöfn á öllum stöðum og ám á meginlandinu allt til Cape Lyon, en ekki lengra. Þeir eiga líka nöfn yfir nokkra staði á Banks eyju (þar á meðal Nelson Head). Þeir segja samt að enginn búi á Banks eyju. Fólkið frá Prince Albert Sound eyðir sumrinu þar stöku sinnum. Þeir fara yfir ísinn á sleðum á vorin og haustin. […]
Matseld. Mjög lítið virðist um að etið sé ósoðið kjöt. Ég hef orðið vitni að tveim tilvikum meðal Staypleton fólksins, þar sem einn maður bað um bita af frosnu kjöti vegna þess að hann hafði ekki fengið nóg soðið kjöt. Tanaumirk [aðstoðarmaður Vilhjálms] hefur séð eina máltíð þar sem frosið kjöt var einn af “réttunum”. Í dag fengu hundarnir okkar soðið kjöt “því að” sögðu þeir, “gaddfreðið kjöt er ekki hollt fyrir hund.” […]